Af hverju ræktum við dalmatíuhunda

Dalmatíuhundar eru lífið okkar ásamt börnunum og við ræktum vegna ástríðu okkar á tegundinni og til að bæta hana. Við getum ekki hugsað okkur heimilið án þess að vera með amk einn doppóttan með í för og við viljum að sjálfsögðu að annað fólk kunni að meta þá eins og við gerum. Við veljum aðeins þær bestu línur sem við getum hugsanlega fengið. Við höfum keypt hund sem eru frá formanni dalmatíuklúbbsins í Rússlandi, sem hefur ræktað hunda í 30 ár og erfði ræktunarnafnið frá föður sínum sem einnig ræktaði dalmatíuhunda. Hundarnir þeirra hafa margoft unnið tegundina á Crufts og á öðrum alþjóðlegum sýningum. Auk þess erum við með tvo hunda frá Króatíu, Lacrima Christi sem eru ræktendur sem hafa ræktað þessa tegund í 25 ár og hafa verið okkur innan handar í að koma þessu á stofn hér. Okkur finnst mikilvægt að vera með hunda frá upprunarlandi tegundarinnar og fannst okkur þeirra hundar strax afar fallegir og þeir eru heilbrigðir og með góða skapgerð. Við vonumst því að í framtíðinni muni þessi tegund lifa áfram á Íslandi og það verði vandað til verka. Við leitumst við að vera í góðu sambandi við ræktendur erlendis og höfum unnið traust þeirra. Við viljum ekki að þessir hundar fari hvert sem er, því þeir eru kraftmiklir, líflegir og sjálfstæðir og þeir þurfa heimili sem þekkir vel til tegundarinnar. Þeir þurfa að vinna með eiganda sínum og þurfa mikla athygli. Tegundin er svo sannarlega ekki sófahundur nema eftir hlaup og vinnu yfir daginn. 

Við ræktun reynum við að velja vel bæði eftir eiginleikum hvers hunds og ættbók. Við viljum auk þess ná fram okkar týpu, og erum ekki að horfa á nýjustu strauma í sýningahringnum. Dalmatíuhundurinn hefur verið nokkuð svipaður í mörg ár og við viljum halda í þá eiginleika sem jafnt fylgja ræktunarstaðli og höfða til okkar smekks. Höfuðið skiptir okkur miklu máli, skapgerðin og hreyfingarnar. Góðar hreyfingar lýsa jafnvægi og heilbrigði. Auk þess viljum við að hundarnir séu sterkir án þess að missa tignarlegt yfirbragðið.